Nú ætla ég að segja frá hvað Tölvulistinn er að reyna að gera mér. Nú er ég með móðurborð sem keypt var af þeim og er búið að vera í tölvu núna í ca. viku. En var fyrst í annari frá Nóv 2000. Tölvan var búin virka fínt þangað til á sunnudaginn þegar ég ætlaði að kveikja á tölvunni og það gerðist ekkert nema að vifturnar fóru í gang. Ég athugaði allt og komst að því að móðurborðið var bara ónýtt. Ég fór með nótuna (móbóið ennþá í ábyrgð) og sagði þeim frá þessu. Þeir kíktu á það og sögðu síðan að móðurborðið hafi eyðilagst vegna spennu sem “safnaðist saman í því” vegna lélegrar samsetningar. Halló!?!?! Safnaðist saman? Ef það kemur óæskileg spenna í móðurborðið eyðilegst það strax. Þeir eru að segja að þetta er ekki ábyrgðaskylt. Svona lagað gengur einfaldlega ekki. Ég ætla að hóta að kæra til neytendasamtaka ef þetta heldur áfram.


dArkpAcT