Nýlega tilkynnti NEC að þeim hefði tekist að gera Firewire protocol-ið (IEEE 1394) þráðlaust.
Þráðlausu firewire tækin koma til með að vinna á 60Ghz millimetratíðni og koma til með að geta flutt 400mbps allt upp í 12 metra með engri fyrirstöðu á milli tækja og 100mbps í gegnum allt að 7 metra af innveggjum.
Þetta þýðir að maður þarf ekki einusinni að hafa harða drifið innaní boxinu og ekkert mál verður að skiptast á gögnum innanhúss.
Það sem betra er er að þessi tæki koma ekki til með að þurfa að vera mjög dýr því að ekkert leyfi þarf á 60Ghz tíðnina og NEc ætlar að markaðssetja þetta fyrir heimilismarkaðinn.