Nýji 64 bita örrinn frá Intel heitir sem Merced hefur tafist töluvert hjá Intel því að þó hann hafi átt að koma út fullbúinn 1999 þá er hann fyrst núna að koma út sem eikkað nothæft þó að hægt sé að deila um notagildi hans. Eins og er er nebbla bara eitt eða tvö forrit sem styðja hann og eina OS-ið sem ég veit um sem styður hann er óútgefin beta útgáfa af Windows XP. Þessi örri getur þó keyrt 32 bita forrit en til þess þurfa skipanirnar að fara í gegnum sérstakann þýðara sem flippar þeim yfir í 64 bita og það hægir alveg gífurlega á örranum. Eins og er þá keyrir hann 32 bita forrit á svipuðum hraða og PII.
Það er greinilegt að það er langt í að hægt verði að nota þennan örra að einhverju marki því að eins og er er örgjörvinn álíka stór og jólakaka og kassinn sem er hannaður fyrir hann er álíka stór og hálfur venjulegur ísskápur og álíka hljóðlátur og iðnaðarryksuga og settið kostar álíka mikið og Landcruiser.
En hinsvegar þegar búið verður að hanna þetta aðeins betur og porta forrit fyrir þetta þá kemur ekkert til með að slá þessu út í grafískri vinnslu og öðru því sem reiðir sig mikið á FLOP reikninga.
Þetta er framtíðin, en þessi framtíð er því miður soldið langt í burtu.