Mér hefur lengi þótt vanta einhverskonar gæðavottun á tölvuverslanir hér á Íslandi til að fólk, sérstaklega hinn almenni notandi, vankunnáttu hvers tölvuverslanir gera út á, geti varað sig á þeim sem myndu vilja misnota sér þessa vankunnáttu.
Þess vegna fékk ég hugmyndina að Vélbúnaðarverðlaununum, sem yrði gæða stimpill sem við hér á vélbúnaði myndum gefa þeim búðum sem okkur þykja verðskulda hann.
Þetta er allt ennþá bara á hugmyndastiginu hjá mér og því þætti mér gaman að fá komment frá ykkur hinum vélbúnaðarfríkunum um hvernig best væri að útfæra þetta og einnig væri frábært ef einhverjir snillingar myndu hanna logo fyrir verðlaunin sem búðirnar gætu sett upp á heimasíður sínar eða í glugga.

Rx7