Shuttle hefur gefið út nýja útgáfu af hinum vinsælu mini vélum (X-PC) og fékk hún heitið Shuttle X-PC SB61G2. Í þessari vél má sjá ýmsar nýjungar sem eru hér fyrir neðan:

800MHz FSB stuðningur
SATA
AGP 8x
Intel 865G á norðurbrú
ICH5 á suðurbrú
Innbyggt Intel Extreme Graphic 2 skjákort

Það sem ég var aðallega að vonast eftir því að sjá í þessari sem þeir hafa ekki sett inn, er stærra PSU. Þeir eru ennþá með þetta 200w sem reyndar dugar ágætlega, er sjálfur með SS51G með 80G HD og ATi AIW 9700 Pro og ég hef ekki lent í neinum vandræðum með það en samt sem áður vildi ég sjá aðeins meira afl (220w).
Reyndar voru getgátur um að það yrði í þeim en það lítur ekki út fyrir að það komi í þessa týpu, mögulega í nýju týpuna sem kemur væntanlega út í haust/vetur. Einnig hefði ég viljað sjá ALC655 hljóðkortið í stað ALC650 sem á að vera aðeins betra. Þeir eru með sama netkort í þessari týpu og er í minni, þetta týpíska 10/100 frá Realtek.

Frekari spekka má sjá hér: http://us.shuttle.com/specs2.asp?pro_id=283

Þess má geta að ég talaði við Björgvin í Tölvuvirkni sem hefur verið að selja þessar vélar um það hvenær hann ætti von á þessu. Hann sagðist ekki vera búinn að panta neitt ennþá þar sem enginn hefur sýnt þessu áhuga enn, enda kannski ekki furða þar sem þetta er nýkomið út. Hann benti mér á það hinsvegar að hann gæti sérpantað þetta og það tæki stuttan tíma. Verðið er í kringum 40þús.

Takk fyrir.