ok… ég veit að þetta ætti ekki að vera hér í “Vélbúnaður” en þar sem það er ekkert sem er “almennt” um tölvur eða neitt þá ætla ég samt að pósta þessu hér.

Þetta er málið:
ég er með win2000 installað á tölvunni minni(setti það upp í gær) og hef 2svar áður verið með það inni… fyrst þegar ég setti það upp var vandamál með vélbúnaðinn og það var ástæðan fyrir því að ég henti því út… allavega, núna og seinast þegar ég setti win2k inn þá hefur tölvan bara rístartað sér þegar henni sýnist. Ég get haft kveikt á henni mjög lengi og gert mikið en síðan bara upp úr þurru rístartar hún sér! ekkert error, enginn BSOD! ekkert! ég hef reyndar ekki fengið bsod síðan í gær en seinast fékk ég hann nokkuð oft.

Veit einhver af hverju þetta er að gerast, og hvað ég get gert?

btw, tölvan mín er svona:
pentium III 450 mhz
128 mb
10 gb. hdd
4 gb. hdd í rekka
40x geisladrif
6x4x32x skrifari
Geforce2 mx
S3 virge/DX 4mb PCI frá og með morgundeginum
og eikkað meira hardware sem ætti ekki að skipta máli.
Win2000(NTFS)

allar uppástungur eru vel þegnar.

og ég vona að ég hafi “made myselt clear enough”…. :)