Ég er nýbúinn að fá mér ADSL og er með tveggja tölva LAN heima hjá mér með 6 porta Hub. Ég er búinn að vera í endalausum vandræðum með að fá báðar vélarnar til að tengjast netinu, alltaf þegar tölvan sem er tengd við modemið tengist inná Internetið þá hættir hin tölvan að sjá hana á LAN'inu og þarafleiðandi getur hún ekki tengst í gegnum hana. Ég er búinn að setja upp Internet Connection sharing, er búinn að prófa að vera með tvö netkort í vélinni og er búinn að prófa forrit frá SyAcces sem er sérstaklega hannað fyrir þetta.

Er einhver þarna úti sem er með ADSL share'að á Lani án þess að vera með Proxy server eða Router sem að getur hjálpað mér ?

@postle