Núna væri ég til í að heyra ykkar álit því þetta hef ég pælt í lengi.

Málið er það að ég á geforce 2 32 mb Creative kort.

Það er svosum ágætt.

En mig langar ROSALEGA í 64mb ULTRA kortin.

Why?

Í 1. lagi er 64mb tilgangslaust að mestu leyti, en það sem rockar við ultra kortin er nýja MINNIÐ sem er í þeim!

Geforce 2 kortin og Geforce 2 ULTRA kortin eru nánast identical fyrir utan minnið, málið er það að Geforce kortin eru ekki að nota eiginlega neitt af því sem þau geta notað vegna þess að minnið sem er á þeim suckar rosalega, Ultra kortin eru komin með mikið betra minni sem gerir kortunum kleyft að keyra á 70 römmum í 1600 X 1200 (búin að lesa mér til um þetta á TomsHardware.com)

En það sem vefst svo svaðalega fyrir mér er hvort 50.000kr fyrir þessi kort eru þess virði (og s.s láta Geforce kortið frá sér á einhvern lame 20.000kr eða eithvað þannig) eða hvort maður eigi að bíða eftir kortunum sem koma eftir þeim (hvað sem það nú verður).

Málið er að þessi grafík kort missa Value hraðar en andskotinn þannig að er betra að selja þau á 20k eða ætti maður að bíða (spurningin er HVERSU lengi þarf maður að bíða) eftir næstu kortunum á eftir GF2 64mb ULTRA?

Hjálp takk!

Preacher.