Ég hef tekið eftir því uppá síðkastið að menn hafa verið að senda inn greinar um tölvuverslanir og viðskipti þeirra við þær. Ég ákvað út frá því að segja sögu mína.

Fyrst byrjaði þetta að sjálfsögðu þegar ég átti ekki tölvu og hafði ekkert vit á þeim, þannig var að faðir minn keypti tölvu í BT, af gerðinni Compaq. Þegar tölvan búinn að vera á heimilinu í tvo daga byrjaði hún að frjósa og vera með leiðindi, við skiluðum henni að sjálfsögðu og okkur var sagt að þetta hefði verið móðurborðsvesen. Allt í lagi með það og við fengum aðra daginn eftir. Nokkrum dögum seinna lentum við í sama veseni með hana. Þá varð allt vitlaust og á endanum fegnum við aðra tölvu, sem var frá Fujitsu Simens, hún var nú allt í lagi og er hún ennþá í notkun. Þetta ferli tók uþb. mánuð og sýnir hvað BT eru með hryllilegar tölvur.

Svo var það þannig að ég fékk mér ferðatölvu og var hún keypt í Griffli. Frábær tölva í alla staði nema hvað að síðasta haust, þegar hún var uþb. ársgömul klukkað eitthvað í hleðsludótinu og kom það í ljós að ekki var hægt að hlaða hana. Þannig að ég fór og talaði við þá griffli, þar sögðu þeir mér að þar sem penninn ætti þessa verslun ætti ég að tala við þá og þegar ég kom þangað var mér tilkynnt að allar tölvuviðgerðir hjá þeim væru gerðar í gegnum Tæknibæ. Þar endaði ég með tölvuna og setti hana í viðgerð. Þremur dögum seinna þegar ég fór að athuga með tölvuna var mér sagt það að það þyrfti að senda hana til útlanda í viðgerð og ég bara WHAT! en mig vantaði tölvuna sárt, þannig að ég varð að láta hana fara en tók harða diskinn úr. Mér var sagt að ferlið tæki um 2 til 3 vikur, ég vissi nú að það var ekki rétt. Þetta var 24. september 2002. Í dag er tölvan ennþá úti í útlöndum og þeir vita ekkert hvernig gengur eða hvenær hún kemur aftur. Þetta er að sjálfsögðu gjörsamlega óásættanlegt og núna hefur þetta mál gengið lengra og ef ég fæ ekki tölvuna innan bráðar eða fæ hreinlega nýja tölvu þá fer þetta mál fyrir dómstóla og ég er búinn að segja þeim það. Þeir segjast vera að vinna í málinu en ég efa það en ég á að fá svar í dag. Svona mál er náttla fáránlegt í alla staði og að þeir skuli ekki getað lagað tölvurnar hérna heima er fáránlegt. Að vísu reifst ég harkalega við þá í tvo mánuði áður en ég fékk lánstölvu sem ég gæti notað á með. En sú talvar er einmitt Compaq og eitt það allra mesta rusl sem ég hef séð og hún er það þungt haldin ég get ekki notað hana í skólanum einu sinni. ÉG er búinn að skipta um stýrikerfi og formatta en það bara virkar ekkrert og er hún í alla staði hundleiðinleg ásamt því að rafhlaðan í henni er ónýt.

En ég held að ég hafi sagt frá þessu máli í svona stórum dráttum en í raun er þetta orðið frekar stórt og flókið mál og það hlýtur að fara að skýrast hvað verður gert mjög bráðlega. Tölvan kostaði sko ný 230. þúsund og mér finnst sjálfsagt að ég fái samskonar tölvu, betri eða tölvu á jafnvirði. Það eru margir ekki sammála mér í því en mér finnst það réttlátt, hvað með ykkur?


Með bestu kveðju og vonu um bætta þjónustu.
Otti R. Sigmarsson

P.S.
Ég hef verslað mjög mikið af tölvudóti í gegnum tíðina og aldrei fengið eins góða þjónustu eins og í TÖlvuvirkni.
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian