Ég ætla bara að segja frá þeirri frábæru þjónustu sem ég fékk hjá Tölvuvirkni fyrir stuttu.
Þannig voru mál með vexti, að tölvan mín bara dó. Ég notaði mína tæknikunnáttu (sem er ný mjög takmörkuð) og mátt internetsins til að finna út hvað var að, og kom í ljós að það var móðurborðið. Og þar sem að ég er alveg hooked á tölvunni minni, og get ekki verið án hennar, þá byrjaði ég strax að leita mér að nýju móðurborði. Það fyrsta sem ég geri er að líta inná <a href=http://www.tolvuvirkni.net>tölvuvirkni.net</a> og fann mér þar alveg ágætis <a href=http://www.tolvuvirkni.net/pw?inc=view&flo=product &id_top=509&id_sub=619&topl=507&page=1&viewsing=ok&head _topnav=MOB_Shuttle_AK37GT>móðurborð</a> á frábæru verði. Allavega, ég panta þetta, og kem síðan daginn eftir, klukkan 4, með tölvuna mína, því að einsog fram kom hér áður, að þá er tæknikunnátta mín ekki mjög mikil, og ég þorði ekki að taka áhættuna á því að skemma eitthvað. Hann segist ætla að reyna að setja þetta í samdægurs, en geti engu lofað, enda ekki skrítið, þar sem klukkan var orðin 4, og þeir lokuðu klukkan 6. Síðan, um klukkutíma síðar, eða um 5 leytið hringir hann í mig, og segir mér að það hafi komið upp vandamál. Ég hugsa bara helvítis vesen, en allavega, þá kemur í ljós að gamli kassinn minn var ekki nógu stór fyrir nýja móðurborðið, og ég spyr hvað nýr kassi myndi kosta, býst við að fá að heyra tölur einsog 7-8þús kall, en nei, hann bauðst til þess að selja mér nýjann kassa á 4000 kall. Ég náttúrulega alveg rosalega ánægður með það. Síðan hringir kallinn aftur í mig klukkan 17:45 og segir mér að ég geti komið og sótt hana. Ég fer þessvegna til hanns og sæki tölvuna, og sé að það er búið að pakka henni inn og allt (sko, inní pappakassann utan af nýja kassanum). Ég fæ reikning uppá 19.100 kr. og fer bara ánægður út.
En semsagt, það sem ég er ánægður með, er það að hann rukkaði mig ekki nema um 2500 kall fyrir það að færa alla allt úr gamla kassanum í nýja kassann, og síðan hefur hann líklegast verið búinn að rífa gamla móðurborðið úr gamla kassanum, áður en að hann fattaði að hann var ekki nógu stór, svo hann hefur líklegast þurft að setja það aftur í.

Og ef að hann er að lesa þetta, þá vill ég bara þakka honum fyrir góða þjónustu, og bara hvað hann var almennilegur við mig kallinn :)

PS: Nei, ég á ekki neina hagsmuna að gæta hjá tölvuvirkni, og vonast til að fá ekki einhver comment um það.