Góðan daginn.

Ég hafði ekkert að gera eitt kvöldið og ákvað bara að “krúsa” á einhverjum síðum og rekst á síðu sem heitir enpc.com ( kanski þið nördarnir hafið heyrt um hana) og ákvað að leggja þessa síðu við hliðiná íslenskum internet tölvubúðum og sjáið muninn…..

1.ATI Radeon 9700 Pro 128MB DDR… örugglega eitt af bestu skjákortum sem til eru í dag …
enpc.com: 30.874 ísk
computer.is: 44.900 ísk … 14 þús munur … og við látum þetta fólk fara svona með okkur?

2.Gigabyte GA-8IHXP
enpc.com: 15.050 ísk
computer.is: 23.655 ísk
meina correct me if i´m wrong , en er ekki tæp 7000 dáldið mikið?

3.Intel P4 2.4GHz 256k cache FCPGA2 400MHz Socket 478
enpc.com: 18.490 ísk
computer.is: 29.355 ísk
þetta er hætt að vera fyndið….

4.IBM 80 GB Deskstar 7200RPM , 120GXP (IC35L080AVVA07)
enpc.com: 9460 ísk
computer.is: 14.725 ísk
og ég hélt að verð bilið minkaði einhvað eftir því neðar ég fór.

5.3COM 3C905CX-TXM Fast EtherLink XL 10/100 Ethernet PCI Network Card w / LAN WakeUp.
enpc.com: 2666 ísk
computer.is: 6174 ísk
jæja núna er ég það hneysklaður að ég gæti ælt en ég tók þessa fimm hluti og lagði saman verð þeirra hluta sem eru hérna og computer.is var með 118.809 kr sem er nokkuð mikið og ég lagði líka saman saman verð enpc.com og það var 76540 ísk!!!!

ath öll þessi verð voru reiknuð út á genginu 86 ísk per dollar

kv. PutZ

ps. getur einhver sagt mér skattinn sem er lagður á þetta?