Ég var að skoða slashdot.org þegar ég rakst á grein af netútgáfu danska blaðsins Aftenposten um þráðlaust lyklaborð sem var að haga sér furðulega.

Per Erik Helle, sem vinnur á grafík deild blaðsins Stavanger Aftenblad sat heima og var að glápa á imbann þegar hann tók eftir því að tölvan hans sem var í sleep mode var farin að gefa frá sér hljóð og var að vakna úr sleep mode. Per Erik gekk furðu lostinn að tölvunni og sá að ljósið á móttakaranum fyrir þráðlausa HP lyklaborðið hans var að blikka eins og það gerir þegar verið er að skrifa á lylkaborðið.
Per Erik fylgdist furðu lostinn með þegar leikur byrjaði allt í einu að keyra á vélinni á þess að hann hefði svo mikið sem snert lyklaborðið. Þegar hann svo ætlaði að slökkva á leiknum kom upp skilaboðin “Do you really want to delete this file?”. Hann svaraði auðvitað nei og tók svo eftir því að allskyns villupíp heyrðust eins og væri verið að vélrita á lyklaborðið.
Per ákvað að keyra upp ritvinnslu forrit til að reyna að sjá hvað væri verið að pikka inn. Þegar hann hafði gert það þá sá hann að textinn kom frá nágranna hans og yfirmanni, Per Arild Evjeberg.
Per Erik hringdi þá í Per Arild og komst að því að jú þetta voru takkaslög nágranna hans sem voru að koma live í hans tölvu.
Eftir þetta skipti Per Arild um rás á lyklaborðinu sínu og hætti þá draugagangurinn hjá Per Erik en Arild hefur ákvaðið að eftir þetta muni hann ekki nota þráðlaus lyklaborð framar.

Í ljós kom að báðir höfðu mennirnir keypt sér eins HP tölvur á sama stað. Þegar menn hjá HP voru spurðir að þessu gátu þeir enga skýringu gefið á því hvers vegna merki frá lyklaborði sem á ekki að geta farið lengra en 20 metra komst þá 150 metra sem eru milli heimila mannana tveggja.
HP menn sögðu hinsvegar að stutt væri í að ný tegund lyklaborða sem velja af handahófi eina af 256 rásum komi á markað og muni þeir þá auðvitað senda Per-unum tveimur ókeypis eintök.

Þarna er þá komin ein önnur leið til að njósna um fólk. Hvernig væri það ef allir væru með þráðlaus lyklaborð? Ég veit að mér fyndist það nokkuð óþægilegt ef að alltíeinu færi tölvan mín að romsa útúr sér pikkinu frá nágrannanum, hvað þá ef að hann færi alltíeinu að sjá hvað ég er að skrifa.
Held ég haldi mig við gamla góða lyklaborðið.

Rx7