svona fara þeir að þessu þeir taka fram úr honum Mikka Schumacher
bæði Montoya og Ralf Schumacher.
Þessa ákaflega flottu mynd af Lamborghini Espada S1 fann ég á www.lamborghiniregistry.com sem er ábyggilega einn besti Lamborghini vefurinn á netinu. Það má segja að bíllinn sé þarna í sinu rétta umhverfi - á herragarði - enda stundum kallaður Rolls Royce að hætti Lamborghini. Þrátt fyrir að vera 2 dyra sportbíll með V12 vél hafði Espada alvöru aftursæti og farangursrými, ábyggilega tilvalinn bíll til að skjótast á milli Evrópulanda á.
í kringum 1970 var Porsche með þennan hugmyndabíl í smíðum (kallaðist Porsche Longlife). Þeir vildu búa til almenningsbíl (Fólksvagn) með endingu og gæði sem forgangsatriði. Markmiðið var að láta bíla endast betur, semsagt maður kaupir sér bíl og á hann svo bara í 20-30 ár svipað og Bristol eigendur gera.
Jensen Interceptor, breskur Grand Tourer eins og þeir verða mest Grand, með ítalskt hannaðri yfirbyggingu og big-block Chrysler V8 undir húddinu. Mynd tekin af http://www.canadiandriver.com/articles/bv/jensen_interceptor.htm þar sem hægt er að lesa grein um sögu þessara bíla.