Árið 1989 átti Pontiac Firebird Transam 20 ára afmæli og í tilefni þess var gerð sérstök afmælisútgáfa. Í stað þess að byggja hana á útlitinu þá fór Pontiac þá leið að láta aðal muninn vera í húddinu, en þar var 3,8L Buick vél með túrbínu.
Hér eru nokkrar úrvalsbifreiðar fyrir framan eina af verksmiðjum Chevrolet. Mig minnir að myndin sé tekin fyrir framan verksmiðjuna í Flint sem var ein af þekktustu verksmiðjum þeirra, og er einnig þekkt í sögu verkalýðs í Bandaríkjunum.
Ég var að dunda mér við að pólera 16" High Tech felgu af Pontiac Firebird Transam um daginn. Breytingin er ótrúleg. Til að pólera notaði ég ýmsa grófleika af sandpappír og endaði á Metal Polish frá Mothers.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..