þetta er svolítið fallegur bíll, það er 6 Cylendera 3.2 lítra vél í honum. Algjör krúser, þennan bíl getiði fengið á ebay á 1600 dollara eða 104.342 KR (núverandi boð)
Þessa mynd tók ég 13. febrúar 2006. Þetta var eitt af mínum fyrstu sóló flugum. Þetta er tekið úr Cessnu 152 og er TF-FTS ef ég man rétt, eða var það FTE. Það skiptir kanski ekki öllu máli. Ég er búinn að vera alltof lengi með þetta flugpróf og það er virkilega að fara í taugarnar á mér. Tók mér pásu frá þessu í vetur til þess að reyna að klára bóklegu prófin en ég á 5 eftir af 18. Það er það eina sem er að stoppa mig. En jæja. Gaman væri að fá fleiri myndir sem þið hafið tekið sjálf ;).
þetta er draumabíllinn Dodge Challenger R/T 1970' með 390hp 440ci Six-pack vél. Ég kann samt ekki formúluna til þess að breyta kúbiktommum í lítra en þetta er samt frekar stór vél.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..