Úlfljótsvatn er í Grímsnesi rétt hjá Þingvöllum. Vatnið er í um 70 kílómetra fjarlðlægð frá Reykjavík. Vatnið er 2,45 ferkílómetrar að stærð. Fiskur í Úlfljótsvatni er sá sami og í Þingvallavatni, murta, kuðungableikjur, sílableikjur og svo einn og einn risaurriði.

Bestu veiðistaðirnir í vatninu eru annarsvegar Stapi, þar sem nokkur höfði gengur fram í vatnið að austanverðu og ofanverðu, eða skammt neðan við þar sem Sogið kemur úr gljúfrinu og fellur í vatnið við Kaldárhöfða. Hinsvegar er það Kvíanes sem er andspænis hólma sem heitir Flatey og má heita að sé við suðvesturhorn vatnsins.

Veiðileyfi í Úlfljótsvatn má nálgast á bæjunum sem eiga land að vatninu. Vatnið er í veiðikortinu og er það því hentugur kostur fyrir eigendur þess.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.