Sælir veiðimenn,

Ég var um daginn í sumarbústað við Apavatn og fylgdi með þessi líka fíni bátur til veiða eða dægrastyttingar.

Ég fór nokkrum sinnum út á vatn til að veiða og gekk bara vel. Vatnið er mjög grunnt, eða u.þ.b. 2 metrar og mjög stórt. Best er að veiða í logni og mjög lygnu vatni. Allavega var ég ekki var nema í nánast logni.
Ég veiddi bæði á flugu og spún en fékk aðeins fisk á spún. Silfraðan spæni. Fiskurinn vildi ekkert annað.
Eftir vikuna og kannski alls 5 tíma veiði lágu 7 stórir og vænir urriðar í valnum. Var ekki með vog en giska á 2-4 pund. Frábært að sjá fiskinn elta spúninn og rífa hann svo í sig.

Mæli með þessu vatni fyrir áhugamenn um veiði. Fyrir þá sem ekki vita, þá er þetta vatn rétt við Laugarvatn og er í u.þ.b. 100km. akstri frá bænum.

Kveðja,
BOSS<br><br>“Ég eyddi miklu af peningunum mínum í brennivín, gellur og hraðskreiða bíla.
Afgangnum eyddi ég í vitleysu.”
- George Best
There are only 10 types of people in the world: