ég skrolti á þinvallavatn í blíðunni í gær og ætluðum svona að sjá hvað um var að fá þarna.
Ekki það að maður þekkir “aðalstaðina” þarna eða eitthvað því um líkt.
En þetta var Murtuveiði dauðans…. alveg sem að maður varð þreyttur á þessu.
Á cirka 2og1/2 tíma sem að við vorum þarna veiddum við um 30-40 Murtur. Mega kríli. Kötturinn minn hefði móðgast hefði ég komið með þetta heim fyrir hann.

Hafði líka heyrt það að það væri ekkert orðið eftir þarna nema Murtan. Er það satt? ekki það að ég trúi því en….

Er þetta svona allstaðar á vatninu. hafið þið verið að fá eitthvað annað að viti?
Leynið þið kannski á einhverjum sérstökum stað þarna í vatninu.

Endilega sendið línu.