Sælir veiðimenn.

Ég er tiltölulega nýbyrjaður í sportinu og mig langar til að vita hvort það sé mikið mál að komast með einhverjum á bát á höfuðborgarsvæðinu til þessa að renna fyrir fisk í soðið og skjóta svartfugl í veisluna. Ég er sjálfur vanur sjómennsku og er með pungapróf (skipstjórnarréttindi). Er hægt að leigja bát eða eru kanski einhverjir sem eru til í að taka mann með (tek þátt í kostnaði). Hvar er best að veiða hérna á sundunum og eru menn eitthvað líka að skjóta sel. Endilega segið bara frá öllu sem þið vitið í þessu sambandi.

kv
sven