Sælir kæru veiðimenn.
Ég lenti í smá atviki í vikunni. Í góða veðrinu ákvað ég að fara á Úlfljótsvatn rétt hjá ljósafossavirkjun og stökkva nokkur stökk fram af brúnni þar. Við vorum tveir félagar og tókum 2 stökk hvor. Ég athuguðum hvort að það voru veiðimenn nálægt en svo var ekki þannig að við stukkum bara.
Svo þegar við vorum að hætta kemur einhver kelling alveg brjáluð og segir að það sé bannað að stökkva af brúnni og ætlar að reka okkur í burtu. Við þrætuðum að sjálfsögðu aðein við hana þar sem ég er ekki aðili sem lætur svona dónaskap komast upp.
Mig langar aðeins að spyrja ykkur veiðimenn, er hægt að banna þetta. Við erum ekkert að skemma neitt, erum eingöngu aðeins að sprikkla í vatninu í góðu veðri og kæla okkur niður.
Ég stunda einnig kayakróður og þar lendi ég einnig öðru hvoru í brjáluðum veiðimönnum. Höfum fengið grjótkast í okkur. Mér langar að sjá hvert ykkar álit er á þessu. Tek fram að ég er mjög tillitsamur við veiðimenn sem koma vel fram og geri mitt besta til að trufla ekki.