Lumið þið á einhverri svakalegri beitu sem virkar á urriða eða bara einhverja tegund af fisk?

Það allra besta sem ég hef prófað eru laxahrogn á urriða. Frysti þau bara eftir laxveiði og voru þau frosin í svona 2 mánuði áður en ég notaði þau í Fremri/Efri Láxá á Ásum. Veiddi ég 3 stærstu urriðana af okkur 5 sem vorum þar með þeim. Hinir voru ýmist að veiða á flugu, spún og beitu, t.d. Makríl og Sára.

Það er gott að grípa í flotið þegar maður er orðinn þreyttur eftir heilann dag af fluguveiði, bara kasta útí og bíða eftir töku ;)