Ég var um helgina að veiða í Úlfsvatni og Litla Arnarvatni á Arnarvatnsheiði. Veiðin gekk mjög vel, veiddi ágæta bleikju og stóra urriða. Reyndi með maðk, flugu, makríl og rækju og maðkurinn gafst langbest. Við hittum nokkra þarna sem voru líka að veiða og allir voru ánægðir með árangurinn. Þetta var fyrsta veiðihelgi sumarsins. Ég er að hugsa um að fara í Veiðivötn næstu helgi, hefur einhver verið að veiða þar og hvernig var árangurinn ?