Þegar ég varð til gleymdist að setja í mig veiðieðlið. Mér verður flökurt þegar ég sé fiska kæfða um borð í bátum og í skemmtiferðum. Ég er ennþá með fráhvarfseinkenni síðan Ásta í stundinni Okkar murkaði lífið úr fiski (reif út úr tálknunum á honum lifandi) fyrir framan börnin okkar. Eins gæti ég ekki lifað og borðað á jólunum saklausa fugla sem dóu með harmkvælum upp á fjöllum. Svo eru harðar reglugerðir um það hvernig á að slátra búfé, svo að mannúðlega sé farið með þau á meðan veiðimenn vaða um allt og murka lífið úr viltum stofnum. Eiga vilt dýr ekki rétt á mannúð?
Kveðja Mandla.