Daginn félagar. Til sölu eru eftirfarandi fluguveiðigræjur:

Stöng: Daiwa Lochmor X 9' #6 (9 feta fyrir línu nr6) Kemur í poka og hörðum plasthólk.

Hjól: Scientific Anglers System 2L 78 Mjög vandað diskabremsu hjól sem auðvelt er að fá aukaspólur á.

Lína á hjóli: Cortland 555 WF 6 glær flotlína. Að mínu mati og margra annara frábær lína.

Allt er þetta frá því í fyrra og búið að nota þetta aðeins tvisvar sinnum þannig að þetta lítur algerlega út eins og nýtt! Fullt verð ca:40-45.000 stgr. Selst allt saman í einum pakka á 32.000 stgr. Góður pakki!

Kveðja,

Rafaello.

Um línuna.
Tekið af www.sportveidi.is:

Enn er Cortland í fararbroddi með nýjungar. 555 er nýjasti flokkurinn af flugulínum frá Cortland með tveimur gerðum af flotlínum, önnur Gullin að lit en hin kristal tær. Nú eru flotrásirnar í kjarnanum en ekki í kápunni og verður slitþol kápunnar miklu meira þegar ekki eru loftbólur í henni. Einnig er uppbygging línunnar enn fullkomnari en áður og ysta lag kápunnar inniheldur sleipiefni sem hrindir óhreinindum betur frá og eykur rennsli línunnar.