Ég er búinn að fara nokkrum sinnum í vífilstaðavatn þennan mánuðinn og er veiðin alltaf að færast í aukana, sjálfur er ég bara búinn að fá eina bleikju (1,5 pund)en hef orðið vitni að fleyrum draga væna fiska og ekki hef ég séð neina smáar bleikur ennþá. það var einn gamalreyndur veiðimaður á bökkunum um daginn sem tók 12 stk. á stuttum tíma meðan allir í kringum hann urðu ekki varir. Allir þessir fiskar bitu á peater ross nr. 12 nema einn á peacock, galdurinn er sá að hafa stuttan og grannan taum og draga hægt og vera snöggur að bregðast við töku en samt ekki harkalega.

p.s. Vatnið er skít f…… kalt

Gangi ykkur vel á líðandi vertíð atlisf.