Mjög góð veiði var á urriðasvæðinu í Laxá í Mývatnssveit Fyrir helgi og það sem af er sumri þó er eins og fiskurinn sé smærri í ár en oft áður. Og vilja elstu menn meina að jafnvel vanti árganga inn í urriðastofninn í Mývatnssveitinni. Ég var þarna frá 11.-15.júlí og stærðin á aflanum var þetta 2-3,5 pund sem er svona í minni kantinum. En þetta er alltaf jafn gaman þannig að maður fer aftur að ári..