Sælir veiðimenn
Þanig er mál með vexti að ég hef stundum fengið að fljóta með á gæsaveiðar austur í Meðalland. Þar hefur í gegnum árinn verið mjög mikið af gæs og allar gerðir. Síðasta ár var eitt það lélegsta sem að menn muna og allt bendir til þess að það sama verði upp á teningnum þetta árið. Um daginn heyrði ég þó líklega skýringu á þessu öllu saman. Ég heyrði um mann sem að veiddi einn um 500 gæsir í fyrra á meðan við vorum með um 30 allt tímabilið. Þá heyrði ég það að hann hefði tekið megnið af þessu á náttstöðum fyrir ofan túnin hjá okkur. Og þar af leiðandi voru engar gæsir til að koma í túnin til okkar. Mér er spurn er það allt í lagi að tína þær upp á náttstöðu? Er hvergi nein reglugerð sem bannar slík dráp.
Ég er búinn að lesa einhverjar reglur um fuglaveiðar á veidistjori.is en þar stendur ekkert um þetta.. er þetta virkilega bara í lagi??