Sælir Veiðimenn.

Ég fór í dag, sunnudag upp í kjós til að veiða í Meðalfellsvatni.
Mesta veiðin er núna í ágúst-sept, ég var þarna í 3 tíma í dag og við fengum 3 fiska sem allir voru urriðar, frá 1 pundi og uppí 3-4.
Maðkurinn er aðalega að taka þarna, allavega varð maður ekkert smá var með hann. Ég prófaði spinner en ekkert gekk.
Við vorum bara í góðum fíling með stóla í vatninu að bíða eftir að hann myndi bíta.

Frændi minn var þarna í gær og hann tók 7 fiska á maðkinn. 5 urriða og tvær bleikjur.

Las greinina um litla veiði þarna og sá muninn á veiðinni…..Svona er veiðin!.

Báturinn er ekki mikið að taka þarna sko, helsti staðurinn er að ég held í kringum sandá eins og greinarhöfunndur lét í ljós.

ATLISF. hvað borgaðiru fyrir daginn þarna?………


Með von um góða veiði svona í lokinn á tímabilinu!

Gummi