Sælt verði fólkið.
Mig vantar smá upplýsingar um fín vötn í kring um rvk svæðið. Er að fara með 2. litla gutta með mér og var að spá hvort að þið vissuð um einhver skemmtileg vötn til að fara með gríslíngana í. Fyrir utan Reynisvatn þar sem að G-bletturinn rúlar einum of mikið.
Hef verið með augun á Hafravatni, Kleifarvatni (sem að virðist nú vera að þorna upp), djúpavatni, eða Elliðaávatni.
Getið þið eitthvað frætt mig um það hvort að einhver veiði sé í þessum pollum núna, og hvað það gæti kostað?

Það er alveg ómögulegt að reyna að ná í þessi félög sem að eru með þessi vötn fyrir utna kannski Elliðavatn, En ég myndi glaður þiggja smá fróðleiksmola um þessa staði eða þá einhverja aðra ef að þið hafið í huga.