sælt veri fólkið!

Ég var að velta fyrir mér hvort einhver lumaði ekki á upplýsingum um Brúará fyrir landi Spóastaða? ég fór þangað um miðjan júní og algeri bongó-blíðu og fékk ekki högg! sá samt slatta af bleikju! Mér finnst þetta bara vera svo vatnsmikil á og djúp að það er engin leið að koma flugunni niður til fisksins, eða er það bull? Endilega ef einhver veit um góða staði, aðferðir eða flugur þá skrifiði mér!

Svo er það Apavatn. Hefur einhver farið í það? ég hef nefnilega heyrt að það sé fullt af fiski í vatninu?

Það má líka til gamans geta að ég slysaðist til þess að renna við í Útey reykhúsið við Laugarvatn í kringum 15. júní og sá að kallinn þar var að selja veiðileyfi í Laugarvatn. Ekki vissi ég að það væri einhver veiði þar er sló til. Ég var kominn út í vatn í kringum hálf átta morguninn eftir og var til hádegis. Heildaraflinn voru 17 fallegar bleikjur allt á litla svarta púpu! ég trúði þessu varla! fiskurinn var hreinlega alltaf í því hjá mér allan tímann!! en svo fór ég aftur núna um daginn í kringum 8. júlí og fékk eitt kríli og ekki söguna meir! alveg magnað hvað vatnaveiðin virðist alltaf hrapa niður þegar líður á sumarið!

En endilega svarið mér því sem þið vitið um Apavatn og sérstaklega Brúará!!

með fyrirfram þökk!!