Sælir félagar.
Það hefur eitthvað komið fyrir grein sem ég skrifaði um Mýrarkvíslina þann 24/6 þegar andinn var yfir mér, þannig að ég ætla að gera aðra tilraun,og ég vona að að þið hafið gaman af.
Við vorum 3 félagarnir sem ætluðum að prófa nýjar slóðir eftir 18 ár í Veiðivötnum í röð. Ekki að vötnin séu leiðinleg heldur bara prófa eitthvað nýtt.Og ekki var sú ferð neitt slor, frábært veður gott veiðihús og 1 og 1/2 dagur á aðeins 6500 kr. Fjörið byrjaði nánast um leið og línan féll á vatnið Svartur Nobler nr 8 og 3,5 punda urriði var á um leið, þvílík byrjun,heppni sögðum við. En eftir 2 tíma voru 6 stk komin á land og sá minnsti 3,5 pund.Þetta er alveg satt.Þegar hléið kom kl 13 voru 10 stk komin á land og menn orðnir alveg sáttir þó engin kæmi á land eftir hléð.Veðrið var alveg frábært ekki beint veiðiveður eins og maður kallar það,18C* blanka logn og heiðskýrt.Fjörið hélt áfram og áram og áfram og þegar var hætt um kvöldið trúðum við ekki því sem lá eftir daginn. 50 stk frá 1-4,5 pund og allt gullfallegur Urriði.Mýrarkvíslin er rétt við Húsavík og er veiðisvæðið 25 km sem skiptist í 3 svæði og hægt er að finna allavega veiðistaði, mikin straum og frábærar lygnur bara nefna það það er allt þarna. Flugan er sterk Nobbler, Rektor og Peecok með kúlu haus þetta svínvirkaði alltsaman.1/2 dagur eftir og menn fóru glaðir að sofa,, seint.Engin æsingur var í okkur að vakna um morguninn þannig að menn komu ekki fyrr en um 8 leitið á fætur.Reyndar var bakið búið hjá sumum þannig að menn ætluðu að reyna maðkinn og hvíla sig. Þegar veiðibókin var lesin um kvöldið þá sáum við að hollið á undan okkur hafði landað 40 stk og var það hæsta talan í bókinni sem við fundum.En maðkurinn hvíldi engan þegar við hættum veiðum kl 12 (máttum vera til 13)voru 34 stk komin á land í viðbót. Þessi fiskur var um alla á og virtist bara vera bíða eftir að eitthver kæmi og tæki þá. Engan laxin sáum við en hann er víst mættur núna og er það freistandi að kíkja að þann möguleika líka. Sjáið bara maður þarf ekki að borga stór fé til að fá veiðitúr sem maður minnist alla æfi.
Þakka lesturinn.
Þórhallu