Sælir félagar.

Ég keypti mér stöng úr Veiðimanninum í fyrra. Fyrir einhvern 7000 kall eða svo, Ron Thompson-Spin technica. 2,4 á lengd, 8 fet eða eitthvað.
Ég var með opið hjól á henni og hún blívaði vel fyrir byrjanda eins og mig, konan í veiðimanninum sagði að þær gerðust ekki betri fyrir þennan pening, ég tók því upp í ermina á mér og
Ég gekk sáttur út og fór að veiða:)

EN.
Um síðustu helgi lenti ég í því miður óskemmtilegri reynslu..
Ég og félagar mínir ákváðum að fara að sigla og ég ákveð að grípa stöngina með mér.
Við förum út í Nauthólsvík á árabát(Kópavogsmeginn) og við róum út í bát(lítill seglbátur 4-5 manna), en við hann er fastur frekar stór gamall bátur. Við förum upp í hann og tjillum smá, ég tek stöngina og kasta út.
Tekið skal fram að við vorum ekki að reyna veiða einhverja stóra heldur bara lýsur og svona smáfiska…s.s Dorgveiði:)
Allt í lagi, ég byrja að dorga smá, Finn fyrir fisknum og er nokkuð örruggur með mig. Virtist vera einhver smátittur, sem það var mjög sennilega. EN ég náði einhvern veginn að láta spinnerinn sem ég var með festast í einhverju undir bátnum, skrúfunni eða einhverju þvíum líku.
Ég byrja að reyna toga í allar áttir til þess að losa, en allt kom fyrir ekki. Ég toga áfram en það gengur ekki neitt
FYRR EN STÖNGIN BROTNAR!!!
og það neðri hlutinn sem ég hélt að væri sterkasti hlutinn!
Þetta var EKKI mikið átak og ég veit ekki hversu mikið DRASL þessi stöng er!.
Eða þá að þetta var einhver framleiðslugalli, sem er ekki nógu gott því hefði ég verið með þann “Stóra” þá hefði stöngin víst farið í MASK!!!

Nú sit ég hér, reiður út í veiðimanninn og mig langar að vita hvort einhver hér á þessu áhugamáli hafi kynnst þessum stöngum og hvort einhver hafi lent i svipuðu atviki?
Ég veit ekki hver réttindi mín eru sem viðskiptavinur Veiðimannsins, en ég veit það að ég mun ekki versla þar aftur ef mér verður ekki bættur hluti, eða jafnvel alla stöngina.

Hvað finnst ykkur veiðimenn????
Endilega látið ykkar skoðun í ljós!!

Veiðikveðja

GUMMI