Sælir félagar.

Hérna fáid thid upplýsingar frá mér um uppáhaldsánna mína sem er jafnframt ein af albestu sjóbleikjuám landsins.
Èg mun sjá um sølu veidileyfa í ánna í sumar og eru allar upplýsingar um hvernig á ad komast í kontakt í sambandi vid umsóknir og upplýsingar hér nedst.

Eins og nafnið bendir til fellur Eyjafjaðrará um Eyjafjörð. Árósinn er rétt fyrir utan Akureyri og er auðvelt að komast að veiðisvæðinu þar sem að þjóðvegurinn liggur meðfram ánni. Áin skiptist í 5 veiðisvæði. Svæði 1 nær frá ósum að Munkaþverá. Svæði 2 nær frá Munkaþverá að Guðrúnarstöðum. Svæði 3 nær frá Guðrúnarstöðum að Krónustöðum, svæði 4 frá Krónustöðum að göngubrú (sem er reyndar hrunin) við Hóla, og svæði 5 frá Hólagöngubrú og uppúr. Á hverju svæði fyrir sig eru leyfðar 2 stangir á dag og er kvóti, 15 fiskar á hvora dagsstöng. Starfsmenn Sjóbúðarinnar geta gefið veiðimönnum greinagóðar upplýsingar um helstu veiðistaði og svæðaskiptingar. Einnig hafa þeir kort af öllum svæðum árinnar og eru þau ókeypis. Veiðin í Eyjafjarðará árið 1997 var sú besta frá upphafi skráningar. Alls veiddust 3838 fiskar sem var mjög mikil aukning frá árinu áður, en þá veiddust 2254 fiskar. Veiðin skiptist þannig á milli svæða :
Svæði 1) 593 fiskar. Svæði 2) 1140 fiskar. Svæði 3) 614 fiskar. Svæði 4) 798 fiskar. Svæði 5) 693 fiskar.
Gamla metið var sett árið 1994 en þá veiddust 3489 fiskar, sem gerir 8,4% aukningu milli met-ára. Veiðin skiptist þannig: 3625 bleikjur, 138 sjóbirtingar, 15 laxar

Èg er hef thví midur ekki sundurlidadar upplýsingar frá sídasta ári en mig minnir ad heildarfjøldinn hafi verid í kringum 2900-3000 fiskar en ég er ekki 100% viss.

Aflatölur frá árinu 2000.

Svæði
Bleikja Sjóbirtingur Lax Samtals Árið 1997
1. svæði 567 124 0 691 593
2. svæði 491 650 0 556 1140
3. svæði 410 35 1 446 614
4. svæði 475 15 2 492 798
5. svæði 677 2 0 679 693
Samtals: 2620 241 3 2864 3838

——————————————————————-

Veiði: 15 fiska kvóti á dagsstöngina.

————————————————— —————

Veiðivon: Framan af sumri er veiðivon á tveimur fyrstu svæðunum mjög góð. Á svæðum 1 og 2 er góð bleikjuveiði og talsvert af staðbundnum urriða. Einnig er góð sjóbirtingsveiði. Síðsumars er þar góð haustbleikjuveiði. 3.svæði er ágætt á öllu veiðitímabilinu og geta menn átt von á öllu þar. Svæði 4 og 5 eru lang eftirsóttustu svæðin og þar hefst veiðin uppúr 20. júlí fyrir alvöru. Af þessum svæðum hefur áin verið að gefa mjög góða veiði og afar stórar bleikjur hafa komið þar upp á undanförnum tímabilum, allt upp í 12 pund.

——————————————————————-

Stærð fisks:
Sjóbleikja: 1-12 pund.
Sjóbirtingur:1-15 pund.
Stadbundinn Urriði: 1-6 pund.
Lax: 4-22 pund.

——————————————————————-

Beita: Fluga, spúnn og maðkur á svæðum 1-2 & 3 en eingöngu fluga á svæðum 4 & 5.

——————————————————————-

Veiðitímabil: Svæði 1: 20.júní-ágústloka.
Svæði 2: 20.júní-20.september.
Svæði 3: 20.júní-20.september.
Svæði 4: 20.júní-20.september.
Svæði 5: 20.júní-20.september.

——————————————————————-

Besta veiðitímabil: 20.júlí-ágústloka.

————————————————— —————-

Verð: 1500-10.000 kr.
Ekki er unnt að taka frá daga nema gengið sé frá greiðslu á staðnum eða í gegnum síma.

——————————————————————-

Veiðileyfi: Verslunin Sjóbúðin ehf
Laufásgötu 1
600 Akureyri
Sími: 462-6120
Fax: 462-6989
Veffang: http://www.sjobudin.is
Netfang: sala@sjobudin.is
Tengiliður:Jón Gunnar Benjamínsson