Ég hef í 5 ár veitt í flóku og verð ég að segja að hún sé ein sú al skemmtilegasta sem ég hef veitt í. Flóka er með svona meðal vatn og þegar hollið okkar er að veiða þarna er alltaf sól og gott veður!!!!engar undantekningar!!!ég vill bara endilega benda mönnum á þessa á því að hún er alltaf búnkuð af laxi, og þegar við erum að fara þarna 4-6 júlí er lax kominn um alla á þrátt fyrir að 2-3 miklir fossar séu í leið laxinns. Í flóku er nánast einungis smálax og er hægt að lenda í ótrúlegum tökum!!en laxinn getur átt það til að taka mjög grant einsog kannski annarstaðar. En ég vill aðeins mæla með ánni, þetta er ótrúleg á og kvetja menn að ef þeir vita um lausa daga í ánni að handsama þá sem fyrst.(það er víst mjög lítið um óseld leyfi þar). en ef mönnum vantar upplýsingar um flóku endilega spurjið!!!.