Jæja þá er komið að hluta númer 2 í þessari veiðisögu.

Þetta átti nú bara að vera einn hluti en það teygðist eitthvað úr þessu………………..

Þar sem frá var horfið síðast þá vorum við félagar að gera okkur klára í að fara í morgunflug fyrir utan Kirkjubæjarklaustur. Við vorum ekki lengi að henda draslinu okkar út í bíl og þeisa af stað á vit ævintýranna. Þegar að við komum í túnið var ennþá myrkur og það mundi vera það í um klukkutæíma í viðbót, þannig að við tókum okkur nægan tíma í að koma gervigæsunum fyrir og skila af okkur bílnum. Ákveðið var að fara með bílinn heim að bæ sem var í um 2 km fjarlægð frá túninu. Þegar að við vorum klárir þ.e. komnir í felur og búnir að raða upp skotum til að vera viðbúnir þá byrjaði að birta og við vorum farnir að heyra í gæsunum þar sem að þær voru að vakan og byrja að færa sig úr náttstað. Alltaf jókst spenningurinn meir og meir þar sem að við urðum alltaf meira og meira varið við gæsirnar þar sem að þær voru að byrj að fljúga. En okkur til mikkilla vonbrigða þá komu engar af þessum gæsum til okkar, gerðu sig ekki einusinni líklegar til að kíkja á túnið. En þar sem að við vorum búnir að leggja þetta allt á okkur þá var ákveðið á bíða og athuga hvort að það kæmi nú ekki eins og einn hópur eða svo. Við höfðum jú séð helling af gæs þarna daginn áður og það var ekkert búið að vera að skjóta þarna í rúmlega viku þannig að við vorum bjartsýnir á að þetta mundi lagast þegar færi að líða undir hádegi………………………….

En viti menn þegar að komið var að hádegi þá höfðum við ekki fengið eitt flug heldur bara legið í felum og drukkið kaffi og reykt vindla og sígarettur allan morguninn. En svo allt í einu þá kemur hópur í beina stefnu inn til okkar og við kúrum okkur niður til að styggja ekki fuglinn og erum við öllu búnir. En í staðinn fyrir að koma inn til okkar þá ákveður hópurinn að fara yfir okkur og lenda í móa sem að var fyrir aftan túnið sem að við vorum í. Við förum að kíkja eftir fuglinum og sjáum að þeir hafa lent um 800 metra frá okkur og við ákveðum að læðast að þeim og reyna við þá. Við töldum okkur eiga góðan séns þar sem að landslagið var mjög hólótt og þæægilegt að læ'ast þar um.
Við leggjum af stað en skiljum hundana eftir þar sem að þeir eru mjög ungir og skilja ekki svona eltingarleik, þegar að við erum búnir að fara um 200-300 metra sjáum við að við verðum að breyta algerlega um stefnu og taka stórann sveig fyrir hópinn til að læðast að honum. Eftir um 20 mínúntur á maganum yfir hóla og hæðir þá erum við á þeim stað þar sem að við höfðum síðast séð gæsinar og nú vor góð ráð dýr. Þar sem að svona langur tími var liðinn frá því að við höfðum síðast séð gæsinar þá vorum við nokkuð vissir um það að þær höfðu fært sig eitthvað um set. Ég skríð upp á einn hól með lítinn kíki og sé þá að hópurinn er um 80-100 metra til vinstri við okkur og enginn hóll eða neitt á milli. Eini sénsinn er að fara meðrfam þessum hól sem að við erum við og hlaupa að hópnum og reyna við hann þannig sem verður svo raunin eftir nokkrar vangaveltur hjá okkur. En það er ekki eftir neinu að bíða við förum bara………………………..

Einn, tveir og þrír við hlaupum af stað áleiðis að hópnum sem verður var við okkur strax og gerir sig klárann í að fara á loft. Þar sem að það var algert logn þá voru gæsinar frekar seinar upp þannig að við náðum skísæmilegu færi á þær og við hleypum af búmm, búmm og búmm ( 3 skot í allt ). Það er skemmst frá því að segja að það duttu 3 gæsir niður og þurftum við að hlaupa á eftir einni sem að hafði særst og var nú á harða hlauðum frá okkur og hún var alveg að hverfa sjónum okkar þar sem að hún var að fara á bak við hól. Ég stekk af stað á eftir gæsinni þar sem að hundanir voru kjurrir við túnið og þá þýddi lítið annað en að redda þessu sjálfur áður en að gæsin næði sér á loft og við mundum týna henni. Ég hleyp og hleyp í öllum gallanum (þykkum gore-tex smekkbuxum og úlpu) og sé þar sem að gæsin er að fara að hafa sig til flugs í um 35 m fjarlægð frá mér, ég hleypi af og hún steinliggur. Við röltum svo til baka lafmóðir með fenginn og skriðum aftur í felur. Það er svo skemmst frá því að segja að ekkert fleira markvert gerðist um daginn.

En það er aldrei að vita hvað næsti hluti hefur að geyma. En í honum kemur við sögu “árás” 5 smyrla á okkur og ýmislegt fleira
Kveðja