Jæja þá er komið að því að svara áskoruninni.

Ég sit núna í tíma í Háskólanum í Reykjavík og nenni ekki að fylgjast með lengur enda klukkan að verða 0900.

Það var haustið 2000 sem að ég og félagi minn vorum á leið á gæsaveiðar austur á kirkjubæjarklaustur með nýju Benelli byssunar og hundana okkar. Það ríkti nokkur eftirvænting þar sem að þetta var fyrsti túrinn á tímabilinu. Við vorum búnir að stunda leirdúfuskotfimi nokkuð vel um sumarið og vorum því vel stemmdir. Lagt var af stað á föstudagsmorgni austur til að skoða aðstæður þar sem að við vorum að fara á svæði sem að við höfðum ekki áður komið á. Við hlóðum bílinn af öllu mögulegu og ómögulegu veiðidóti og keyrðum út úr höfuðborginni.

Þegar að við komum austur var farið beint í að skoða túnið sem að við ætluðum að leggjast út í morguninn eftir. Landeigandinn tók á móti okkur og sagði okkur að það væri allt fullt af gæs og hún hefði verið að koma í túnið hjá honum, þetta jók til muna þá eftirvæntingu sem þegar var til staðar. Við héldum áleiðis að túninu “okkar” og sáum að það var fullt af gæs og rollum og þegar að við spurðum bóndann hvort að hann hefði ekki áhyuggjur af rollunum sínum þá sagði hann sí svona: “Þær fara um leið og þið byrjið að skjóta” og við svo búið ákváðum við að fara að gera
klárt í kvöldflug. Við vorum búnir að fá leifi til að veiða við tjörn sem var rétt hjá veiðihúsinu okkar þannig að við settum inn það dót sem að við ekki þurftum og héldum svo af stað á tjörnina.

Er við komum að tjörninni þá sáum við okkur til mikkillar ánægju að þar var þó nokkuð um gæsaskít og fjaðrir og veiðin var að bresta á. Við tókum með okkur 5 gervigæsir til að setja út á tjörnina og komum okkur svo fyrir og veiðin var byrjuð. Eftir þónokkra bið var ekkert farið að gerast en við ákváðum þó að bíða lengur þar sem að ljósaskiptin voru á næsta leiti og við vissum að þá færi fuglinn að koma. Ekki leið á löngu áður en að við heyrðum kvagg og kúrðum okkur niður og horfðum á 6 helsingja koma inn og hjartað tók kipp. Við biðum, biðum, biðum og svo búmm búmm, búmm og það lágu 3 stykki og það var búið að redda túrnum, sem var rétt að byrja. Við stóðum ánægðir upp og sendum einn hund til að sækja bráðin út í tjörnina og þá lentum við atkviki sem að við höfum ekki upplifað hvorki fyrr né síðar. Restin af hópnum kom yfir okkur aftur og við vorum bara í kæruleisi að taka saman fuglana sem að höfðu fallið. Það skiptir engum toga að félagi minn stekkur til tekur “bennann” og hleypir af einu skoti og viti menn það steinlá eitt kvikindi í viðbót en hinar tvær fóru sína leið og komu ekki aftur. Eftri þetta tókum við saman og héldum áleiðis í náttstað, þegar að þangað var komið var matast og við viðruðum þann möguleika að við værum ekki með nóg af skotfærum miðað við allar gæsinar sem að við höfðum séð fyrr um daginn. Þegar að búið var að raða í sig steiktum pylsum með bökuðum baunum og spaghetti úr dós ( sem er okkar veiðiréttur ) og ákveða hvernig við ætluðum að standa að veiðinni daginn eftir þá var farið að sofa enda klukkan farin að hallast í miðnættið. Vekjaraklukkan var still á 0400 og við sofnuðum báðir á stundinni.

Klukkan 0400 hringir vekjarinn, en það skipti ekki máli þar sem að við vorum báðir vaknaðir og byrjaðir að gera klárt fyrir daginn…………………

Framhald síðar

Kveðja
Ajaxultra
Kveðja