Sælt sé fólkið.
Þar sem komið er að mér að skrifa sögu um veiðar í áskorendakeppninni. Bið ég fólk að koma sér í stellingar og halda sér fast á meðan lestur stendur yfir,,bros.

Titill : Rotarinn minn.

Fyrir um fjórum árum var ég og félagi minn að koma úr 5 dag veiðiferð á heiðargæs og ákváðum að skoða nokkur lítill vötn og tjarnir á skúmstunguafrétt en vegna þess þurks sem var búinn að vera á öllu landinu þetta sumar voru nánast allar tjarnir og vötn þarna uppi nánast þurr.
Við vorum búnir að sjá nokkuð mikið af krumma á svæðinu og þegar við keyrum aftur niður af afréttinum og erum á milli sultartangalóns og sultartangavirkjunar sé ég hreyfingu í móanum og hélt ég að þetta væri einn enn krumminn en við ákváðum að stoppa bílinn (Toyota hiluð Dc með pallhýsi). Ég skoða með kíkirnum og sé að þetta er rebbi að fela sig í þúfum og horfir stífft á okkur. Ég segi við félag minn “Keyrðu aðeins lengra svo við sjáum hann betur” og á meðan hann er að keyra ( ca 50m ) set ég hendina í vasan og tek upp magasínið fyrir riffilinn. Þar sem við erum alltaf með riffil tilbúinn í okkar veiðiferðum var ég tilbúinn með riffilinn þegar hann stoppaði bílinn. Ég opnaði hurðina rólega og ég vissi að rebbi sæi mig auðveldlega síðan gekk ég framfyrir bílinn og að hinni hlið bílsins. Ég spennti niður tvífótinn og lagði riffilinn sem er “.222cal BRNO Fox model 2 með tveim gikkum” á húddið og spenntur horfði ég í gegnum kíkirinn á hann rebba og það var byrjað að rökkva. Rebbi var í þó nokkurri fjarlægð sem ég taldi vera um 250 til 300 metrar og engan veginn hægt að komast nær honum. Þar sem kíkirinn á rifflinum mínum er stilltur á 180 metra sá ég að ég yrði að yfirskjóta hann um eina 5-7 cm til að vera nokkuð viss um að hitta hann. Hann rebbi faldi sig bakvið þúfu og kíkti öðru hvoru á bílinn hjá okkur og þegar ég var orðinn sannfærður um að hausinn á rebba væri kominn í sigtið og ég búinn að spenna upp fyrri gikkinn á rifflinum og var að fara að setja fingurinn á skotgikkinn verða hundarnir okkar(tvær labba tíkur) svo æstar aftan í pallhýsinu að bíllinn fór á hreyfingu og ég sá strax að þetta gengi ekki. Og í sömu andrá fer rebbi af stað , hann tölti rólega á hlið við okkur. Sem varð til þess að ég sá allan líkama hans sem gaf mér miklu meirri líkur á að hitta hann. Ég lagðist fyrir framan bílinn og náði rebba strax í sigtið en hann var á tölti sem gerir þetta mjög erfitt skot. Þar sem að rebbi og hundur sína sama viðbragð við flauti þá nýtti ég mér það og flautaði hátt. Þetta varð til þess að rebbi nauðanegldi niður og ég fékk um 2 sekúndur til að skjóta hann áður en hann fór af stað aftur. Ég miðaði vandlega á hann og skaut, rebbi kútveltist og hljóp eins og fætur toguðu í beina lína frá okkur og þar sem við höfum skotið þó nokkrar tófur vorum við búnir að sjá þetta áður og ef að tófan hleypur beint í burtu þá er hún særð annars hleypur hún eins og hún sé í stórsvigi. Ég skaut 2 skotum á eftir henni en hitti hana í hvorugu skotinum. Ég spratt á fætur og við hleyptum hundunum útúr bílnum til að láta þá finna rebba áður en við myndum missa af honum sökum myrkurs. Í þeirri andrá kemur bíll keyrandi og vegurinn aðeins einbreiður og frekar hár þannig að félagi minn segir farðu með hundana ég kem svo með haglarann. Ég hljóp af stað með hundana og riffilinn. Og það leyndi sér ekki þegar að við komum í blóðslóðina eftir rebba , hundarnir reistu báðir kambinn og hluppu á miklum hraða eftir blóðslóðinni og ég á harðaspretti í móanum á eftir hundunum. Hundarnir hurfu mér úr augsýn sökum landslags og rökkurs en sem betur fer var alveg stafalogn og ég heyrði í hundunum þrátt fyrir að vera á harðaspretti. Ég hljóp framá hundana þar sem þeir stóðu báðir með kryppu á bakinu en urruðu ekki. Þar lá rebbi á milli þúfna og var hann særður en ekki dauður ,ég ætlað að skjóta rebba til bana en komst að því að magasínið var skotfæralaust og þar sem ég var ekki í veiðiúlpunni minni og hníflaus varð ég að lóga honum með öllum tiltækum ráðum. Ég leit í kringum mig en það var bara mói allt í kring og þar af leiðandi ekkert grjót til að rota hann með. Allt í einu stekkur rebbi af stað og hleypur aðeins hraðar en ég og hundarnir hlaupa á eftir honum en þorðu ekki að ráðast á hann til að stoppa hann. Og aftur var ég kominn á harðasprett í móanum og ég hafði ekkert heyrt til félaga míns sem að ætlaði að koma með haglarann. Eftir ca 3 til 4 mínútna hlaup þá hleyp ég aftur framá hundana sem að eru enþá með kryppu á bakinu og standa yfir rebba. Nú voru góð ráð dýr, þar sem ég var vettlingalaus reyndi ég að veikum mætti að ná taki á rebba án þess að hann næði að bíta mig en það var svo mikill kraftu í honum að ég sá að þetta myndi enda með því að hann næði taki á mér og ég var ekki alveg til í það. Þannig að ég steig ofan á háls hans og lét allan líkamsþungann ofaní annan skóinn. En rebbi trompaðist og náði að snúa sér undan skónum og kapphlaupið hófst aftur. Rebbi af stað og hundarnir á eftir og ég á harðaspretti í móanum. Og eftir smá stund var það sama sagan , ég hljóp framá hundana með kryppuna uppí lofti og rebbi liggur fyrir framan þá. Og þegar ég kem að stég ég á skottið á rebba og hugsaði með mér “hann bítur mig þá bara” síðan öskraði ég á félaga minn en heyrði ekkert í honum, nú var alveg að koma svarta myrkur.
Þar sem ég stóð á skottinu á rebba og rebbi spólaði í móanum slapp hann aftur en nú gafst tíkinn mín upp og stoppaði hann með því að hlaup á hann , ég gekk að rebba og horfði á riffilinn og ákvað að rota hann með skeptinu , ég hóf byssunu á loft og sló rebba þéttings fast með skeptinu,, en ekki vildi betur til en það að skepti byssunar brottnaði og rebbi steirotaðist. Í sömu andrá kemur félagi minn með haglarann og auðvitað upphófst mikill hlátur þegar hann sá skeptið á rifflinum og angistar svipinn á mér.
Síðan sendum við hundana á undan okkur í myrkrinu til þess að við rötuðum til baka og hjálpuðu ljósin í sultartangavirkjun okkur mikið ( viljum við skila þakklæti til þeirra,,).

Og er ég reglulega myntur á þennan atburð.
Byssuskeptið lagaði ég og hefur riffilinn aldrei verið betri.
Í dag er sagt við mig “ þú tekur rotarann með er það ekki ” !!!!!

Og þar sem við vorum rétt fyrir ofan hálendislínur þá áttum við ekki með réttu að fá rebba borgaðan þannig að við sáum okkur tilneydd til að skrökkva smá um staðsetningu til að fá greitt fyrir rebba.

Vona ég að eitthver lesi þessa línu, því þá eru líkur á að eitthver hafi nennt að lesa söguna og kannski getað brosað útí annað. Það væri ágætt að menn skrifuðu eitthver smá ummæli um sögurnar þannig að menn vissu hverjir hafa áhuga á sögunum og vildu jafnvel taka þátt í áskorendakeppninni hér á HUGI.is.

Að lokum vill ég skora á “millennium” til að skrifa næstu veiðisögu.

Kær Kveðja Wirehair.