Jæja, þá styttist í jólin og veiðiútgáfuna þessi jólin. Mig langaði aðeins að forvitnast um hvað menn vita um veiðiútgáfuna þessi jólin. Ég hef aðeins heyrt um eina nýja bók sem kallast Straumflugur eftir Sigurð Pálsson. Gaman væri að heyra ef einhver vissi eitthvað meira en ég, líka um gamlar og góðar bækur. Einnig vil ég forvitnast um DVD myndir um veiði, nýjar og gamlar, og hvort einhver vissi hvar maður gæti nálgast þættina Sporðaköst.

Kv. LeedsARI