Ég man eftir því einn góðan veðurdag þegar ég fór m. fóstra mínum, út á tún, við vorum að fara á skitterí eins og við gerðum svo oft saman. Við vorum með 22cal Bruno riffil. Svo allt í einu segir hann, “vilt þú ekki bara sjá um að skjóta”? Auðvitað svaraði ég játandi og ég er að segja ykkur það, ég held að ég hafi aldrei verið jafn hamingju samur á ævinni. Ég er búinn að umgangast byssur frá því að ég var smákrakki og það má segja að ég “kunni” með byssu að fara. Nú er ég 15 ára (1986) og má fara m. byssu hvenær sem mig langar.. ég þarf ekki að segja frá því að ég sé að fara á skytterí, ég bara fer og enginn hefur áhyggjur af mér… Ég á 22cal rússa riffil, svo hef ég verið að nota 12cal rússa haglara og 12cal tvíhleipu Wincester. Ég er alveg sannfærður um það að ég á eftir að verða betri skotmaður en margir auk þess sem að ég á eftir að kunna betur á tækið þegar ég fæ leyfi.. verð ekki bara eins og byrjandi m. bílpróf… Og ég veit um marga sem eru sammála þessu.. Vona að þið hafið haft gaman af lestrinum…

Skotveiði kveðja
bone