Dræm veiði hefur verið á laxasvæði Vatnsdalsár það sem af er sumri. En aftur á móti hefur silungasvæðið verið með besta móti og segja menn að háttt í 1400 silungar séu komnir á land. En eitthvað hefur róast yfir þessu eftir góða veðrið sem búið er að vera á landinu síðustu daga. Einnig fór silungasvæði Víðidalsár vel af stað eitthvað í kringum 10-15 stk á stöng per dag en þar hefur einnig eitthvað dalað síðustu daga. En Pétur Pétursson leigutaki Vatnsdalsár sagði að ekkert væri að örvænta því það væri spáð rigningu seinna í vikunni þannig að þá ætti allt að fara í gang aftur..