Sælt sé fólkið.

Það er ein tegund af fuglaveiðum sem ég veit ekki til að sé stunduð hér. En hún er stunduð í flestum löndum í heiminum.
Það eru veiðar með ránfuglum, fálkum/smyrlum/uglum/örnum.

Ég tel að veiðar með fálka og sækihund séu toppurinn á náttúrulegum veiðum. Þar sem fálkanum er sleppt og sækirinn rekur fuglinn á loft, síðan “slær” fálkinn fuglinn niður og sækirinn sækir fuglin og fer með til veiðimannsins.

Finnst ykkur að það eigi að leyfa slíkar veiðar ??
Finnst ykkur að það eigi að leyfa mönnum að temja villta ránfugla ??
Vitið þið til þess að þetta hafi verið gert á Íslandi ????

Kveðja Wirehair.