Sælir félagar og gledilegt nýtt ár.

Thá er Rafaello mættur aftur til Danaveldis eftir langt og ánægjulegt jólafrí heima í innsveitum Eyjafjardar. Hann var kominn heim ad kveldi hinn 21.des og ad sjálfsøgdu farinn á rjúpu snemma næsta dag (enda ekki seinna vænna:o) Thad tharf vart ad lýsa tilfinningu hins veidisvelta Rafaello thegar hann tók Benelli byssuna upp úr tøskunni, strauk hennni alúdlega og mundadi hana í áttina ad brekkunni, ahhh hvad hún var gód. 2 skot í magasínid og eitt í hlaup og af stad..! Rafaello gekk hraustlega af stad enda búinn ad bída lengi eftir thessari stundu. Nú skyldi hafa hradann á og ná mikilli yfirferd. En ó….eitthvad var ad. Eftir 20 mínútur fann Rafaello ad bjórneyzlan og svínakjøtsátid í Danmerkurhreppi hafdi stórlega dregid úr tholi hans og krafti og vard hann fljótlega lafmódur og bullsveittur. Jæja, ekki var annad ad gera en ad hægja á sér og taka thví adeins rólegar. Nú bølvadi hann í hljódi og hugsadi med sér ad sennilega væri ótharfi ad kaupa alltaf einn kassa af blessudu ølinu á viku. Fyrir hugskotsjónum Rafaello spruttu upp eftirmyndir hans í Engla og djøflalíki. Djøfsi sagdi honum ad hætta strax ad hugsa um ad minnka bjórdrykkjuna enda kostadi mjødurinn andskotann ekkert plús thad ad Danskurinn hefdi drukkid øl í 2000 ár og hann færi nú ekki ad brjóta dannskar dyggdir af beztu gerd! Engillin sagdi Rafaello ad líta á sjálfan sig og spyrja hvort ad thetta væri nú gód thróun….bjórvømbin á byrjunnarstigi og tholid farid veg allrar veraldar?
Rafaello bædi thessum hugsunum frá sér og hélt áfram ótraudur en bara adeins hægar. Thessar pælingar yrdi ad gera upp sídar.
Mikid af mønnum var á svædinu sem var afar óheppilegt tví ad thad var frekar lítid. Lítid var um fugl (eins og vídar) og thegar dagurinn var nánast búinn hafdi Rafaello ekki séd eitt einasta kvikindi. À leidinni heim thegar veidimadurinn var nánast búinn ad gefa upp alla von gekk hann fram á rjúpu sem sat ca. 5 metra frá honum. Næstu sekúndur lidu á fjórføldum hrada. Rafaello vissi ad hann mátti ekki skjóta beint á fuglinn af thessu færi thví ad thá myndi hann “kodda” hana svo hann afréd á sekúdubroti af skjóta hana í hausinn en honum brást bogalistin og rjúpan flaug af stad. Annad skot kvad vid en aftur skaut veidimadurinn framhjá og rjúpan komin á fljúgandi siglingu í ordsins fyllstu. Eitt skot eftir í byssunni og Rafaello ekki sáttur. Benelli byssan var leidd vel framfyrir fuglinn og sídasta Express-skotinu hleypt af og sveiflan klárud alveg eins og í leirdúfunni. Rjúpan féll til jardar daudskotin. Eina rjúpa dagsins og alls veiditímabilsins var sett í vestid. Ùff, thetta var tæpt hugsadi Rafaello med sér, asskoti er madur ordinn rydgadur í thessu! “Já en thad er svo langt fyrir thig ad fara á leirdúfuvøllinn í Àlaborg og auk thess miklu thægilegra ad vera bara heima og horfa á fótbolta og spjalla vid vin thinn Carlsberg” Djøfsi var mættur aftur en honum var ódara bægt í burtu. Èg var sáttur. Vedrid var frábært og ég hafdi ja…svona hér um bil gert mitt bezta. Nú væri gott ad drífa sig heim.
Rafaello og veidifélagi hans hinn hundtryggi Benelli Centro hvíldust nú fram yfir áramótin og høfdu thad nádugt. Fljótlega fór thó ad fara fidringur um gikkfingur veidimannsins og hann fór ad gera sér ferdir nidur á flædilendur fødur síns til ad athuga hvort ekki væru komnar endur á svædid. Eftir eina mislukkada ferd thar sem Rafaello sá ekki fjødur á hálffrostnum skurdunum var bedid eftir thídu og betra vedri. Thegar toppskilyrdi voru fyrir hendi smellti Rafaello sér í Gore-Tex úlpuna frá Cabelas brædrunum og vødlurnar, tók kíki, skot, flautu og poka af gerviøndum. Máladi hvítt fésid á sér í brúnum, grænum og svørtum litum. Òladi Benelli á sig og dreif sig nidur á mýrarsvædid sem hann thekkti jafn vel og handarbakid á sér.
Planid var ad fara í “jump” á skurdunum og sitja svo fyrir theim á tjørn einni sem hann vissi ad var náttstadur. Eftir ørskammastund var Rafaello kominn á svædid og byrjadur ad skoda thad í kíki. Fjórar Stokkendur syntu rólega í skurdi einum og køfudu annarslagid eftir æti. Thær virtust ekki vera í færi sakir thess hversu erfitt var ad nálgast thær. Hvorki bakki, hóll né hæd til ad skýla sér á bakvid. 500 metrum nordar á lítilli tjørn voru ca. 12 stokkendur í ætisleit. Já, thetta líst mér betur á hugsadi veidimadurinn og virti adstædur gaumgæfilega fyrir sér. À milli hans og brádarinnar voru 3 skúrbyggingar og fóru endurnar annarslagid í hvarf vid thá. Ì huga Rafaello vard til áætlun. Àætlun byggd á reynslu, slægd og heppni. Reynslan og slægdin søgdu honum ad tharna hefdi hann oft skotid endur ádur og tharna teldu thær sig líklegast býsna øruggar med gott sjónsvid í allar áttir. En Rafaello var kominn í feitt. Hann vissi thó sem var ad hann thyrfti líka á smá heppni ad halda ef thetta átti ad takast. Endurnar yrdu ad vera í hvarfi allan tíman á medan hann kæmi sér upp ad skúrnum. Àætluninni var hrundid í framkvæmd. Endurnar svømludu kæruleysislega fram og til baka og héldu sig ad mestu leiti í nokkud théttri grúppu. Veidimadurinn passadi ad thad væri alltaf skúr í milli hans og brádarinnar en allt í einu syntu tveir steggir út úr adal grúppuni og bløstu vid Rafaello og hann vid theim. Rafaello stanstadi á stundinni. Hann var hálf krjúpandi og af einhverri ástædu ennthá haldandi á brúnum netpoka med 6 tálfuglum í. Hann hugsadi hvad hann átti til bragds ad taka og brá á thad rád ad halda pokanum fyrir framan sig og skýla sér á bak vid hann svona til ad brjóta upp mannsmyndina. Ca. 120 metrar voru á milli Drésanna og hans. Hjartad bardist ótt og títt. Endurnar virtust ekkert kippa sér upp vid thetta brúna hrúgald sem blasti vid theim. Thær sýndu hinns vegar ekki á sér neitt farar snid og dóludu áfram á sama stad og rifu í sig. Bévítans klemma er thetta sem ég er í hugsadi veidimadurinn thar sem hann húkti á bak vid pokann. Eftir 5 mínútur ákvad hann ad fara ad mjaka sér nær og halda pokanum áfram fyrir framan sig. Thetta myndi náttúrlega enginn reyna fyrr en hann lenti í thessari stødu hugsadi Rafaello med sér en viti menn, thetta virkadi og hann komst upp ad skúrnum án thess ad thad kæmi eitt vidvørunnar kvak frá drésunum sem átu nú sem mest their máttu. À medan undirbjó Rafaello sig adeins steinsnar frá theim. Hann nádi sér í súrefni og kom sér í fullkomna einbeitingu. Thetta var einn og adeins einn séns sem hann fengi. Duga eda fara fenglaus heim. Benelli klár med 3 skot…..1,2 og af stad!

Framhald thessarar søgu birtist hér á veidiáhugamálinu á Huga.is í kvøld.

Kvedja,

Rafaello.