Kl. 07.00 í gær hófst veiði í Elliðaánum þetta sumarið. Við veiðar voru boðsgestir frá Reykjavíkurborg. Fyrsti lax sumarsins kom á land rúmlega 11.00 er Alfreð Þorsteinsson setti í einn 2,4 kg á neðri breiðu. Ekki veiddust fleiri laxar fyrsta morguninn en eins og fram hefur komið þá slitnaði úr einum hjá borgarstjóranum rúmlega hálf níu og hún missti annan nær hádeginu. Eftir hádegið kom svo annar lax sumarsins á land er Gunnar Eydal setti í og landaði einum á neðri breiðunni um kl. 17.00. Síðast er vitað var var lax ekki kominn upp í gegnum teljarann en í gærkvöldi sást lax stökkva á neðri breiðunni og einnig sást lax í fossinum.

Heimild, svfr.is