Eru engnir hér sem áhuga hafa á stangaveiði. Hér grúir allt í skottveiðigreinum, sem reyndar er ágætt út af fyrir sig en gaman væri að auka flóru umræðna hér á veiðispjallinu.
Það væri t.d. tilvalið að skiptast á skoðunum og fróðleik um Þimgvallavatn sem er gætt óendanlega miklum töfrum og margir með mismunandi aðferðir og flugnategundir sem vert væri að fræðast um. Ég veiddi í fyrsta skiptið, að ráði, síðastliðið sumar á Þingvöllum og komst að því að það er jafn mismunandi og það er stórt. Mér var ráðlagt að sökkva flugunni djúpt niður og draga hægt. Nokkrar flugur urðu eftir á botninum en árangurinn lét ekki á sér standa. Bleikjan þar getur orðið mjög væn og hef ég séð allt uppí 5 kílóa bleikjur og svo 18 punda urriða og niður úr. Þær flugur sem ég hef veitt mest á eru svokallaðar Þingvallapúpur, svartar, rauðar, orange og allskonar. Ein mest notaða fluga í Þingvallavatni heitir Killer og veiddi ég vel á hana í sumar aðallega með kúluhaus. Svo er hægt með tímanum að búa sér til sín eigin mynstur og reyna að líkja eftir skordýrum á vatninu og gefur það oft af sér mestu ánagjuna.
Gaman væri að heyra í einhverjum fleirum með fróðleik um Þingvallavatn sem gaman væri að prufa á næsta ári eða bara fróðleik yfir höfuð………….