Ástæðan fyrir þessu pósti er sú að það er óþolandi að geta ekki komist að því hvort veiðisvæði séu almenningur, afréttur eða eignarlönd.

Bændur landsins eru síst til þess fallnir að geta svarað þessari spurningu. Ég átti samtal við einn sveitung um helgina þar sem ég var á veiðum og hann vildi meina að öll sveitin, aðliggjandi hálendi og jöklar væri í eigu sveitunganna og öll skotveiði í þeim landshluta því háð leyfi! Það þarf að segja þessu fólki dæmisöguna “Úlfur, úlfur”. Þetta fer að verða þannig að ég fer að veiða þar sem mér dettur í hug upp á von og óvon.

Ég myndi vilja sjá Landmælingar Íslands, eða einhvern annan opinberan aðila, gefa út kort sem innihalda þessar upplýsingar þannig að maður gerist ekki óafvitandi lögbrjótur. Ég vil geta stundað þetta frábæra sport áfram í sátt við umhverfið og landa mína. (Slíkt kort ásamt öðrum kortum af Íslandi ættu að sjálfsögðu að vera aðgengilegt á vefnum.)

Annars held ég bændur séu ragir við að kæra menn sem eru á veiðum lengst uppi á hálendi sem þeir gera tilkall til því þá neyðast þeir til þess að sanna eignarrétt sinn sem er kannski ekki á haldbærum rökum reistur!

Hvar finnst ykkur um þetta mál?

Ragz