Hvað finnst ykkur hérna um fólk sem fer til rjúpna og gæsaveiða með það í huga að selja veiðina. Er þetta ekki eitthvað sem á ekki að viðgangast. Að sjálfsögðu er hægt að lenda í alveg rosalegri veiði og hafa gaman af því og svo enda uppi með miklu meira en maður getur sjálfur nýtt og þá selja menn kannske það sem þeir nota ekki. En að fara til þess eins að græða á þessu finnst mér ekki skemmtileg pæling. Hver fer til dæmis í laxveiði til að fylla fiskbúðir landsins??? Ég heyrði um daginn að umhverfisráðuneytið væri að pæla í því að banna sölu á grágæsum vegna þess að það er veitt ótæpilega af þeim til þess að selja og það er að fara illa með stofninn.

Ég veit allavega að þó ég skjóti ekki eina einustu rjúpu í haust þá hef ég frekar eitthvað annað í jólamatinn heldur en að kaupa rjúpur!

Deilið ykkar áliti á þessu með okkur hinum…
“Only the good die young, and I seem to be getting pretty old”