Smá yfirlit yfir veiði sumarsins.
Allt byrjaði þetta í Mai með netaveiði í Nýpslónum sem skilaði eitthvað um 20 bleikjum og einum urriða.
Svo í júli var haldið í Reiðarvatn og þar fékk ég 1 bleikju í fyrstu ferð síðan 4 bleikjur í næstu og endaði með 2 bleikjur.
Svo var athugað með Bakkavatn og hafðist 1 bleikja upp úr krafsinu,fullt af fiski í þessum vötnum en er tregur stundum en tekur þó Maðk grimmt í Bakkavatni.
Svo var haldið í Selána og náði 1 9 punda laxi þar.
1 stykki kom í Vesturá sem var óvenju döpur.
Síðan endaði sumarið með veiði í Norðfjarðará og þar fékkst 1 fiskur en á lamin sundur og saman allan daginn en það var alltof mikil sól og hiti þarna og því skilirðin afleit.
Gleymdi Djúpa og Kleyfarvatni í Breiðdal en þar lágu 25 í net og stöng þar af 23 urriðar.
Þannig var það nú.