Jæja þá er maður búinn að taka úr sér mesta skrekkinn eftir sumarið. Ég fór ásamt félaga mínum á þriðjudaginn austur fyrir fjall og aðeins lengra að reyna við gæs. Við vorum nú ekki jákvæðir með að sjá einhverja gæs í túni en ákváðum nú smat að prófa. Við lögðum af stað og ferðinni var heitið á Kirkjubæjarklaustur og nágrenni. Þegar að við komum á staðinn þá sagði landeigandinn við okkur að gæsin hefði eitthvað verið búin að koma í túnið en það væri ekki mikið. Við fórum strax að kanna aðstæðr og sáum þá eina gæs í túninu sem að við ætluðum að leggjast við morguninn eftir.

Við fórum á fætur klukkan 03:00 á miðvikudagsmorgun og vorum talsvert þreyttir eftir kvöldflugið sem hafði nú ekki gengið vandræðalaust, þurftum að keyra yfir dragár sem höfðu vaxið mikið í allri rigningunni og það var í það tæpasta að við kæmumst yfir en þatta gekk nú allt saman vel.

Ekki þurfum við að bíða lengi eftir fyrsta flugi því að við vorum varla búnir að koma okkur fyrir rétt um 04:00 þegar að ein gæs kemur og sest næstum því ofan á hausinn á okkur þar sem að við vorum ennþá uppi á túni að tína saman pokana undan gervigæsunum, eitt skot reið af og gæsin lá í valnum og við vorum eitt bros allann hringinn og sögðum “nú erum við komnir í feitt”. Það er skemmst frá því að segja að þessi túr var meira en að við gerðum okkur vonir um, því að við höfum aldrei áður faið svona snemma í tún að reyna við gæs, við fórum alsælir heim eftir hádegi dauðþreyttir og búnir að fá fyrstu gæsirnar í haust og því verður fagnað í kvöld með því að bragða á aflanum.
Kveðja