Veiðifréttin um Djúpavatnströllið! Sumir hafa kannski heyrt um Djúpavatnströllið,það var 13 punda urriði sem veiddist seinasta sumar,Djúpavatn er sonna 30 mín keyrsla frá hafnarfirði,bara að segja að það var frændi minn sem veiddi hann,og ég háfaði hann.hérna er sonna smá story af því frá mér.


Það var Júlí,blægjalogn og hitinn var fínn. Ég,fjölskildan mín,amma og afi,frænka og frændi með börnin tvo,og veiðistangirnar vorum staðsett í Djúpavatni.amma of afi voru í sófanum inn í skálanum. ég,pabbi,Eibbi bróðir og gummi frændi(36 ára sirka)vorum búnir að henda út stöngunum og setja bara makríl á,og við tilltum bara stöngunum á letingjana. allir fóru inn nema ég sem var bara einhvað að röllta,kemur þá ekki einhver rosa rikkir á stöngina hjá Gumma frænda,hann hleipur út úr skálanum eins og bissubrandur og tekur við stönginni,á meðan horfa amma og afi á út úr gluganum á skálanum,mamma og pabbi koma út með upptökuvélina,en ágústa frænka(kona Gumma) fylgist einnig með úr skálanum með börning tvö. ég fæ það hlutverk að reyna að háfa fiskinn þegar að því kæmi( fiskurinn var langt í burtu) Gummi reynir að þreyta fiskinn,sem var ekki auðvelt, fiskurinn er greynilega mjög mikið á móti því, því hann fór í átt að klettunum sem liggja með fram littlu ströndinni á vatninu. Allir bíða spenntir, Gummi reynir að draga fiskinn inn hægt og rólega,passar að slíta ekki, fiskurinn reynir að sleppa,svo allt í einu gaf hann eftir og kom aðeins að okkur,tekur svo aftur á móti en Gummi dregur áfram inn,þegar hann er svona 10-30 metra frá landi þá sjáum við risa fiskinn á færinu,ég er út í vatninu,svo er ég aðeins 2 metra frá fiskinum sem er gríðarlangur,gummi dregur inn en allir aðrir hrópa að okkur hvatningar og aðvörunarorðum,ég fer með háfinn ofan í vatnið og reyni að ná trölla, hann sveigir frá,en svo kem ég aðeins áfram og set háfinn ofan í og,,ég næ honum! Ég þarna 7 metra frá landi með risann í háfinum,en ég á eftir að komast í land,sem var frekar óþægilegt,því ég var í stígvélum sem ná mér nánast að hnjám en stígvélin gerðu ekkert gagn þar sem þau voru 10-30 cm undir vatnsborðinu,svo ég var allur rennandibalautur.Ég geng áfram með háfinn ofan í vatninu,þó svo að risinn kemst ekkert,svo er hann kominn á land! Ég hundblautur og þreyttur eins og Gummi eftir eltingaleikinn við fiskinn sem tók 20 mínútur. Fiskurinn er rotaður og skorinn á háls,svo er myndataka.reini að hafa mynd með ef ég get,svo var tröllið uppstoppað nokkrum mánuðum síðar,þetta var það helsta úr þessari ferð. Þessi fiskur er sá stærsti sem veiðst hefur frá upphafi,eftir núverandi heimildum. Djúpavatn er í eigu Standveiðifélags Hafnarfjarðar,og þetta er snilldar staður.

Farið inn á Þessa vefsíðu,þar er mynd af mér(Jónas),Gumma og fiskinum,

http://www.svh.is/pages/djupavatnstroll.htm

Þetta var snilldarferð.