Krossá – Skarðsströnd
Hæ öll.
Var að spá í hvort eitthvert ykkar þekkti til þarna, Krossá á Skarðsströnd. Þetta er fyrir þá sem ekki vita rétt norðan við Búðardal og er víst laxveiðiá. Ég var plataður af gömlum vinahópi til að fara þarna í tvo daga í þessum mánuði. Ég hef ekki farið í lax áður og veit réttast ekki neitt um þennan veiðiskap né hvað sé vænlegast að nota þarna á þessum stað því Breiðafjörð þekki ég alls ekki neitt.
Ef eitthvert ykkar þekkir til þarna og er til í að miðla fróðleik, þá væri ég þakklátur fyrir það.